Grínistinn Amy Schumer ákvað að tjá sig á Instagram um hjónaband John Krasinski og Emily Blunt eftir að hafa að séð hrollvekjuna A Quiet Place II nú á dögunum.
Hún byrjar á því að hrósa myndinni í hástert og fagnar því að komast aftur í kvikmyndahús.
Svo skýtur hún afar föstu skoti að hjónabandi leikstjóra kvikmyndarinnar John Krasinski og eiginkonu hans Emily Blunt sem fer með aðalhlutverkið í myndinni en Amy Schumer kallar hjónaband þeirra kynningarbrellu.
Krasinski svaraði Amy Schumer með kaldhæðni og þakkaði henni fyrir að segja frá þessu leyndarmáli þeirra hjóna.
Krasinski og Blunt giftu sig 2010 og eiga dæturnar Violet og Hazel. Þau viðurkenndu nýverið að þau væru kvíðin því að vinna saman. John Krasinski, sem lék Jim í bandarísku endurgerð The Office, sagði að það hefði verið margt óljóst áður en tökur hófust. Sérstaklega þar sem fyrri myndin hefði gengið betur en reiknað var með.
Myndin hefur hlotið töluvert lof gagnrýnenda og er af mörgum talin betri en fyrsta myndin sem hlaut fjölda verðlauna þegar hún kom út 2018. Sýningar á kvikmyndinni A Quiet Place II eru hafnar hér á landi.