Leikarinn Joe Lara sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem Tarzan lést í flugslysi um helgina í Tennesseeríki í Bandaríkjunum. Lara sló í gegn fyrir leik sinn sem Tarzan í samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum á tíunda áratug síðustu aldar.
Flugvélin af gerðinni Cessna C501 hrapaði í stöðuvatn nálægt Nashville í Tennesseeríki. Um borð í vélinni voru sex aðrir farþegar, meðal annars eiginkona Joes Lara, rithöfundurinn Gwen Shamblin Lara. Joe Lara var 58 ára þegar hann lést.