Í umdeildu viðtali Opruh Winfrey við Meghan og Harry, hertogahjónin af Sussex, hélt Meghan því fram að Katrín hefði grætt sig rétt fyrir brúðkaup þeirra árið 2018. Katrín lætur ásakanir Meghan ekki trufla sig að því fram kemur í máli sérfræðings í bresku konungsfjölskyldunni.
Konunglegi sérfræðingurinn Camilla Tominey segir að Katrín hafi ekki tekið ásakanir Meghan inn á sig og frekar reynt að halda friðinn í fjölskyldunni að því fram kemur á vef Daily Mail. Katrín sást reyna skapa stað fyrir friðarviðræður þegar Harry mætti í jarðarför Filippusar prins í apríl. Það var í fyrsta skipti sem fjölskyldan hitti Harry Bretaprins í meira en heilt ár.
Í fyrstu voru sögusagnirnar þannig að Meghan hefði grætt Katrínu fyrir brúðkaupið. Í viðtalinu við Opruh leiðrétti Meghan þær sögur og sagði að Katrín hefði grætt sig. Hún væri þó búin að fyrirgefa Katrínu sem hefði beðist afsökunar.
Konunglegi sérfræðingurinn sagði að Katrín hefði tekið ákvörðun um að láta orð Meghan ekki hafa áhrif á hegðun sína. Hún er sögð hafa látið persónulega gremju til hliðar til þess að sætta bræðurnir sem eru sagðir hafa verið ósáttir um hríð.