Matthew Perry hættur með unnustu sinni

Matthew Perry er hættur með unnustu sinni.
Matthew Perry er hættur með unnustu sinni. REUTERS

Leikarinn Matthew Perry úr Vinum er hættur með unnustu sinni, Molly Hurwitz. Perry greindi frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla. Parið trúlofaði sig í lok síðasta árs eftir rúmlega tveggja ára samband. 

„Stundum ganga hlutirnir bara ekki upp og það gerðist núna,“ sagði Perry að því er fram kemur á vef People. „Ég óska Molly alls hins besta.“

Perry er 51 árs en Hurwitz 29 ára. Þau byrjuðu að hittast árið 2018 og trúlofuðu sig í nóvember í fyrra. „Ég ákvað að trú­lofa mig. Það var heppni að í þetta skiptið var kær­ast­an mín besta kon­an á allri jörðinni,“ sagði Perry um trú­lof­un­ina á sínum tíma. 

Fréttirnar af sambandsslitunum koma tæpri viku eftir að endurfundaþáttur af Vinum var sýndur í Bandaríkjunum.

Vinir.
Vinir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar