Leikarinn David Schwimmer úr Vinum var í góðum gír á götum New York á þriðjudginn með óþekktri konu. Schwimmer og konan litu út fyrir að vera náin þegar þau voru mynduð ganga yfir götu. Aðeins er vika síðan nýr þáttur af Vinum var frumsýndur í Bandaríkjunum.
Konan hélt utan um Schwimmer þegar þau gengu yfir götuna og virtist töluvert yngri en hin 54 ára gamla stjarna. Bæði voru þau með grímu. Ekki hefur tekist að komast að því hver konan er að því er fram kemur á vef Daily Mail og hvort þau Schwimmer séu í sambandi.
Schwimmer og Jennifer Aniston viðurkenndu í nýja þættinum að þau hefðu verið hrifin hvort af öðru en aldrei gafst tími til þess að láta reyna á frekari kynni. Hann kvæntist listakonunni Zoë Buckman árið 2010 en þau tilkynntu skilnað árið 2017. Saman eiga þau hina tíu ára gömlu Cleo.