Söngkonan Svala Björgvinsdóttir gefur frá sér nýja fimm laga stuttskífu sem ber heitið Andvaka. Á stuttskífunni vann hún með fjölbreyttum hóp íslenskra lagahöfunda eins og GDRN, Unu Stef, Bjarka Ómars, Friðriki Ómari, Helga Reyni og Gunnari Hilmars.
Meðal laga á stuttskífunni er „Þú togar í mig“ sem kom út í vetur og hefur fékk góða spilun í útvarpi en Svala segir í viðtalið við K100 að:
„Þetta er eitt það persónulegasta lag sem ég hef samið á mínum ferli. Það fylgja flóknar tilfinningar sem stangast á þegar maður skilur við besta vin sinn til margra ára. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim.“
Andvaka er mjög persónuleg og einlægt verk Svölu sem fjallar um tímabil hennar í lífi þegar margar breytingar áttu sér stað.
Andvaka kemur út á morgun 4. júní á streymisveitur og sér Sony um dreifingu.