Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er að skilja við eiginmann sinn, tónlistarmanninn Kanye West. Í þættinum Keeping Up With the Kardashians sem sýndur var í gærkvöldi sést stjarnan brotna saman vegna skilnaðarins og fara að gráta. Þetta er þriðja hjónband hennar sem fer í vaskinn og líður henni eins og hún sé misheppnuð.
Í þættinum fer Kardashian/Jenner-fjölskyldan saman í fjölskyldufrí án Kanye West. Þar sést Kim Kardashian beina reiði sinni að öðrum. Khloé Kardashian, systir Kim Kardashian, segir systur sína hafa átt virkilega erfitt fyrir aftan myndavélarinnar. „Hvar er herbergið mitt? Mig langar bara að fara í herbergið mitt og aldrei koma út aftur,“ sagði Kim Kardashian.
Khloé Kardashian tók systur sína á eintal og spurði hvernig sambandið væri. „Það er ekkert rifrildi,“ sagði Kim Kardashian um stöðuna. Hjónin voru ekki búin að taka formlega ákvörðun um að skilja þegar þátturinn var tekinn upp.
Rétt áður en Kardashian/Jenner-fjölskyldan fór í ferðalagið rifust þau Kim og Kanye heiftarlega. „Ég get þetta ekki lengur,“ sagði Kim Kardashian við systur sínar eftir rifrildið. „Af hverju er ég enn á þessum stað sem ég hef verið á í mörg ár. Ég meina hann fer og flytur í annað ríki á hverju ári. Ég þarf að vera með allt í lagi til þess að ala börnin upp, þið vitið? Og hann er frábær pabbi, hann er búin að standa sig vel.“
Kim Kardashian sagði því næst að Kanye West þyrfti konu sem gæti elt hann á milli staða. Flutt til Wyoming þegar hann vill flytja þangað. Hún getur hins vegar ekki gert það. „Hann ætti að eiga konu sem styður alla flutninga hans og ferðast með honum og gerir allt.“
„Mér líður eins og ég sé gjörsamlega misheppnuð, þetta er þriðja hjónabandið,“ bætti Kim Kardashian við. „Mér líður eins og ég sé algjör aumingi. En ég get ekki einu sinni hugsað um það, mig langar að vera hamingjusöm.“
Hér fyrir neðan má skjá klippu úr þættinum.