Soliani segir Rúrik halda framhjá sér

Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani þegar allt lék í lyndi.
Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani þegar allt lék í lyndi.

Fyrirsætan Nathalia Soliani hefur sakað Rúrik Gíslason, kærasta sinn og fyrrum landsliðsmann í fótbolta, um framhjáhald ef marka má Instagram-sögu hennar frá því í dag.

Þar birti hún skjáskot af myndum sem hún fékk sendar á Instagram en þar virðist Rúrik snæða á veitingastað með þýsku leikkonunni Valentinu Pahde sem var með honum í þýska Let‘s Dance en Rúrik vann keppnina fyrir tæpum tveimur vikum.

Hér má sjá Instagram-sögu Nathaliu Soliani sem um ræðir. Rúrik …
Hér má sjá Instagram-sögu Nathaliu Soliani sem um ræðir. Rúrik kann að vera í slæmum málum reynist sagan sönn. Ljósmynd/Skjáskot

„Takk öll fyrir skilaboðin og myndirnar,“ skrifar Soliani við Instagram-söguna. „Það kemur mér ekki á óvart að þau voru að halda framhjá. Ég hef spurt Rúrik svo oft en hann neitar alltaf. Óska þeim góðs gengis ...,“ skrifar hún en nú hefur sögunni verið eytt út.

Þrátt fyrir að færslunni hafi verið eytt þá virðist þetta grafið en ekki gleymt því Soliani er hætt að fylgja Rúrik á Instagram. Sé farið í lista þeirra sem Soliani fylgir finnst þar enginn Rúrik. Rúrik virðist þó enn vera að fylgja henni.

Sögusagnir ganga nú um að þau séu hreinlega hætt saman. Hvort þær séu réttar eða ekki virðist þó deginum ljósara að það eru vandamál í paradísinni hjá þeim skötuhjúum en þau byrjuðu saman í lok árs 2018, um hálfu ári eftir að fylgjendatölur Rúriks ruku upp í miðjum leik Íslands og Argentínu í Heimsmeistaramótinu í fótbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar