Þýskir miðlar fjalla um einkalíf Rúriks

Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani.
Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani.

Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um meint ástarsamband knattspyrnumannsins Rúriks Gíslasonar og leikkonunnar Valent­inu Pahde. Fréttirnar koma eftir að kærasta, fyrirsætan Nathalia Soliani, fjallaði um meint framhjáhald hans á Instagram. Stjarna Rúriks skín skært í Þýskalandi eftir að hann vann sigur í þýska dansþættinum Let's Dance í maí. 

Á vefnum Promiflash fjallað um hvort erfiðleikar séu í paradís Rúriks og Soliani og hvort þau séu hætt saman. Einnig er bent á að Soliani sé hætt að fylgja Rúrik á Instagram. Rúrik var í viðtali á vefmiðlinum í mars og virtist þá allt vera í lagi hjá parinu. Sagði Rúrik að kærasta sín væri ánægð með dansfélaga hans og hún horfði á þáttinn í sjónvarpinu. 

Þýski miðillinn Bild fjallar um að Rúriks sé í Grikklandi með Pahde sem lenti í öðru sæti í dansþættinum. Á vefnum RTL er líka fjallað um sambandsslit Rúriks og Soliani og ástæðan talin vera myndir af Rúrik og Pahde. Á þýska vefmiðlinum VIP er fjallað um sögu Soliani á Instagram í gær þar sem hún sagði Rúrik hafa haldið fram hjá sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka