Þau voru hætt saman: Rúrik hunsaði Soliani

Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani.
Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani. Skjáskot/Instagram

Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi sambandsmál fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu Rúriks Gíslasonar. Svo virðist sem að Rúrik hafi slitið sambandi sínu við brasilísku fyrirsætuna Nathaliu Soliani fyrir nokkrum vikum. Hún hafi hins vegar haldið í vonina á meðan Rúrik og þýska stórstjarnan Valentina Pahde hittust daglega í Let's Dance sóttvarnarbúbblunni sem þau voru í á meðan keppninni stóð yfir.  

Reyndi að fanga athygli Rúriks

Mikil reiði er í garð Rúriks Gíslasonar frá aðdáendum Nathaliu Soliani eins og má sjá í athugasemdum í mynd hér að neðan. Aðdáendur Soliani standa þeir í þeirri trú að Rúrik hafi farið á bak við hana og haldið fram hjá henni með Valentínu Pahde.

Aðdáendur Soliani eru bálreiðir út í Rúrik
Aðdáendur Soliani eru bálreiðir út í Rúrik Skjáskot/Instagram

Ef rýnt er í Instagram-reikninga Rúriks og Soliani má sjá að síðustu samskipti Rúriks við Soliani voru 29. mars. „Frábær myndataka,“ skrifar Rúrik. Hjarta og broskall fylgja athugasemdinni. Á þeim tíma var Let's Dance byrjað í Þýskalandi og hún var aldrei sjáanleg með honum á þeim tíma samkvæmt þýskum fjölmiðlum.

Hinsta kveðja Rúriks til Soliani á Instagram
Hinsta kveðja Rúriks til Soliani á Instagram Skjáskot/Instagram

Eftir þessa athugasemd svaraði Rúrik fyrrverandi kærustu sinni ekki aftur. Hún óskaði honum til hamingju með árangurinn í Let's Dance aftur og aftur, án þess að Rúrik líkaði við skilaboðin hennar á Instagram-myndunum sem hann setti inn. Hún vonaði svo innilega að sambandið væri ekki búið. 24. apríl sagði hún: „Já ástin mín!!! Ansans þið tvö voruð æði.“ Rúrik virti þessa kveðju ekki viðlits.

Skjáskot/Instagram

Soliani gafst samt ekki upp. 22. maí setur hún athugasemd við mynd Rúriks þegar ljóst var að hann komst í úrslit Let's Dance: „Til hamingju elskan þú verðskuldar að komast í úrslitin.“ Hún lætur fylgja með hjarta og broskall með hjarta í augunum en aftur þá svaraði Rúrik henni ekki.

Skjáskot/Instagram

Þegar kemur að sigri Rúriks á lokakvöldinu birtir hann mynd af sér á Instagram, hann klæddur eins og Þrumuguðinn Þór, með hamar í annarri og sigurverðlaunin í hinni. Í síðasta sinn reynir fyrrverandi kærasta Rúriks að vinna hann tilbaka og segir fyrst á portúgölsku: „Til hamingju sigurvegari!! Þvílíkt ferðalag! Ég vona að þú sért jafn stoltur af sjálfum þér og við erum!,“ hún lætur fylgja með hjarta og önnur viðeigandi lyndistákn. Rúrik svarar þessu ekki frekar en öðrum skilaboðum frá henni.

Skjáskot/Instagram

Valentina Pahde

Pahde er ein frægasta leikkona Þýskalands og það er ástæða þess að þýskir fjölmiðlar hafa svona mikinn áhuga á þessari ástarsögu. Pahde byrjaði að líka myndir Rúriks á þeim tíma sem keppnin hófst. Samkvæmt heimildum var samband þeirra baksviðs „rafmagnað“ og heimildir segja að þau hafi byrjað að stinga saman nefjum í apríl eða á nokkrum vikum áður en Rúrik hættir að tjá sig opinberlega á Instagram við Soliani.

Valentina Pahde á grísku eyjunni Mykonos
Valentina Pahde á grísku eyjunni Mykonos Skjáskot/Instagram

Valentina Pahde og Rúrik halda svo áfram frá miðjum apríl að líka við myndir hvors annars á meðan Rúrik svarar ekki Nathaliu Soliani sem reynir ítrekað að setja inn athugasemdir við myndirnar hans á Instagram. Svo fyrir viku síðan birtir Pahde mynd af sér á Instagram frá Let's Dance og í fyrsta skipti svarar Rúrik Gíslason sem þykir merkilegt því Rúrik er ekki vanur að tjá sig á Instagram við myndir hjá öðrum, en hann segir: „Frábær dans. Óaðfinnanlegur og þið getið verið stolt. Það hefur verið stórkostlegt að taka þátt í Let's Dance með ykkur báðum. Ég er svo glaður að hafa kynnst þér.“ Lokasetningunni fylgir kyssandi broskall. Það er nokkuð ljóst að Rúrik er ástfanginn á ný því Valentina Pahde svarar Rúrík með þremur hjörtum og sagði svo í Instastory að hún væri ekki lengur einhleyp.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir