„Bara kýla á það“

Í Dagmálum dagsins ræðir Dóra Júlía við Unni en þættirnir eru aðgengilegir áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Unnur Eggertsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 2014. Hún fór í leiklistarnám í New York-borg, fluttist til Los Angeles og fór með hlutverk í stórum söngleik í Las Vegas. Segja má að hún hafi þurft að kýla á tækifærin og vera óhrædd við að taka sénsinn á sjálfri sér og draumum sínum, en leikkonudraumurinn hefur fylgt henni frá barnæsku. 

Unnur hefur komið víða við bæði erlendis og á Íslandi og kom meðal annars fram sem Solla stirða í mörg ár. Hún segir afar minnisstætt þegar hún var að sýna með Latabæ rétt áður en hún flutti fyrst út. Þá var Stefán Karl að leika Glanna glæp með þeim í Hljómskálagarðinum og lumaði hann á ansi góðum ráðum.

„Ég var að segja honum að mig langaði svo út en ég væri smá hrædd. Hann sagði einfaldlega að það væri vitleysa að gera það ekki!“ segir Unnur og henni þótti virkilega gaman að heyra einhvern orða þetta á svona afslappaðan hátt. Hún hvetur fólk til þess að kýla á það og prófa að fylgja draumum sínum þótt það sé stressandi. „Af hverju ættirðu ekki að gera það? Bara kýla á það að láta sig hafa það þótt þú sért að deyja úr hræðslu. Þetta verður aldrei jafn hræðilegt og heilinn nær að spinna. Í versta falli kemurðu aftur heim og það er ótrúlega gaman á Íslandi!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir