Króli og Rakel Björk smella saman

Króli og Rakel Björk syngja lagið Smellum saman.
Króli og Rakel Björk syngja lagið Smellum saman. Ljósmynd/Aðsend

Króli og Rakel Björk flytja kraftmikinn sumarsmell um ástina, lífið og mikilvægi þess að smella saman. Að baki laginu Smellum saman er jafnframt boðskapurinn um að við smellum öryggisbeltunum á okkur áður en lagt er af stað í hverja ökuferð. Í stað þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum vísar lagið, sem og myndbandið, til jákvæðni, gleði, vináttu og virðingar fyrir okkur sjálfum og öðrum.

Í samtali við mbl.is sagðist Króli hafa haft virkilega gaman af því að taka þátt í að færa Íslendingum sumarlag með boðskap, og vonaði að við myndum öll smella saman inn í sumarið. Á hverju ári slasast alvarlega og látast einstaklingar sem allar líkur eru taldar á að hefðu sloppið nánast ómeiddir ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Öryggisbeltin eiga og þurfa að vera hluti af daglegu lífi okkar — okkar allra. Rétt eins og ástin, vináttan, gleðin og samband okkar við fólk sem okkur þykir vænt um. Það getum við tryggt með því að smella saman.

Íslendingar í 17. sæti

Þrátt fyrir að öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og gildi eru Íslendingar í 17. sæti Evrópuþjóða hvað varðar notkun öryggisbelta, neðst Norðurlandanna, og einn af hverjum tíu sleppir beltinu alfarið.

Vonast er til þess að myndband lagsins, sem líkja má við stutta dans- og söngvamynd, veki jákvæðar hugrenningar og fái fólk til að spenna beltin og komast í 1. sæti Evrópuþjóða í notkun öryggisbelta — þannig fáum við tryggt enn betur öryggi okkar og lífsgæði. Með einum smelli geta Íslendingar komist í sigursætið.

Samgöngustofa stendur að átakinu Smellum saman en um framleiðslutaumana heldur auglýsingastofan Pipar\TBWA. Snæbjörn Ragnarsson samdi lag og texta en tónlistin var framleidd af Hafsteini Þráinssyni, Kristni Óla Haraldssyni og Starra Snæ Valdimarssyni. Reynir Lyngdal leikstýrði myndbandinu sem Pipar\TBWA framleiddi í samstarfi við Republik. Danshöfundur er Chantelle Carey en dansinn vísar í umferðina, akstur og sætisbeltin sjálf. Og nú er komið að öllum að dansa!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach