„Mér leist nú ekki á blikuna“

Guðjón Friðriksson á mikinn þátt í því að halda sögu …
Guðjón Friðriksson á mikinn þátt í því að halda sögu höfuðborgarinnar til haga. Morgunblaðið/Unnur Karen

„Cloacina var ein af gyðjunum í rómverskri goðafræði. Hún ríkti yfir Cloaca Maxima, aðalholræsi Rómaborgar, og var verndargyðja holræsa,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur þegar hann er beðinn að útskýra titilinn á nýjustu bók sinni sem fjallar um sögu fráveitunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Guðjón bendir janframt á að nafn gyðjunnar sé dregið af sögninni „cluo“ í latínu sem merkir að hreinsa.

„Cloacina var því gyðja hreinlætis og hreinsunar en ekki nein skítagyðja,“ segir Guðjón og tekur fram bókin hafi vafalítið fengið meiri athygli vegna heitis gyðjunnar heldur en ef hún hefði einfaldlega haft titilinn Saga fráveitu.

Verðugt viðfangsefni

„Mér leist nú ekki á blikuna til að byrja með þegar falast var eftir því við mig að skrifa þessa bók, enda vissi ég lítið sem ekkert um holræsin þó ég hafi skrifað Sögu Reykjavíkur að hluta á sínum tíma. En eftir því sem ég kynnti mér viðfangsefnið betur fór mér að finnast þetta mjög skemmtilegt, enda alltaf gaman að fræðast um nýja hluti. Þetta var því verðugt viðfangsefni,“ segir Guðjón og rifjar upp að fyrir um tuttugu árum hafi verið gefnar út þrjár bækur þar sem saga vatnsveitunnar, rafveitunnar og hitaveitunnar var rakin.

„Stjórnendum hjá Veitum fannst vanta bók um sögu fráveitunnar, sem er ekki síður merkilegt fyrirbæri en hinar veiturnar þrjár,“ segir Guðjón. Cloacina var aðeins prentuð í afar takmörku upplagi en bókin er aðgengileg öllum í rafrænu formi á vefnum veitur.is.

Ítarlegra viðtal við Guðjón má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir