James Tyler með alvarlegt krabbamein

Leikararnir í Friends árið 2002.
Leikararnir í Friends árið 2002. AFP

Friends-leikarinn James Michael Tyler, sem fór með hlutverk Gunther í þáttunum, er með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálsi. 

Í viðtali við NBC greindi Tyler, sem er 59 ára, frá greiningunni í september 2019. Krabbameinið hefur síðan dreift sér og Tyler, sem undirgengst nú lyfjameðferð, getur ekki gengið lengur. 

„Á endanum mun það líklegast ná mér,“ sagði Tyler í viðtalinu. 

Tyler segir að krabbameinið hafi greinst í hefðbundinni læknisskoðun. Vegna kórónuveirunnar komst hann ekki í frekari prófanir nógu tímanlega og meinið dreifði sér í bein hans. Í viðtalinu hvetur hann aðra karlmenn til að láta skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli: „Það eru aðrir möguleikar í stöðunni fyrir menn ef þeir ná þessu fyrr en ég.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir