Friends-leikarinn James Michael Tyler, sem fór með hlutverk Gunther í þáttunum, er með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálsi.
Í viðtali við NBC greindi Tyler, sem er 59 ára, frá greiningunni í september 2019. Krabbameinið hefur síðan dreift sér og Tyler, sem undirgengst nú lyfjameðferð, getur ekki gengið lengur.
„Á endanum mun það líklegast ná mér,“ sagði Tyler í viðtalinu.
Tyler segir að krabbameinið hafi greinst í hefðbundinni læknisskoðun. Vegna kórónuveirunnar komst hann ekki í frekari prófanir nógu tímanlega og meinið dreifði sér í bein hans. Í viðtalinu hvetur hann aðra karlmenn til að láta skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli: „Það eru aðrir möguleikar í stöðunni fyrir menn ef þeir ná þessu fyrr en ég.“
Actor James Michael Tyler (@slate_michael) played Gunther on “Friends” for 10 years, but he was unable to attend the recent cast reunion in person because he’s been battling a serious health issue. Now he’s sharing his news for the first time with @craigmelvin. pic.twitter.com/272tg4Sbvc
— TODAY (@TODAYshow) June 21, 2021