Justin Bieber á leið í pólitík?

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Kanadíska stórstirnið Justin Bieber og eiginkona hans til tveggja ára, fyrirsætan og youtubestjarnan Hailey Bieber, eru mætt aftur til Parísar. Í þetta skiptið til að hitta forseta Frakklands Emmanuel Macron og konu hans Brigitte, en Justin Bieber birti mynd af hjónunum saman í gærmorgun á Instagram.

Hjónin voru að venju ofursvöl; Hailey var í brúnum kjól frá hönnuðinum LaQuan Smith og opnum hælum frá hönnuðinum Femme Los Angeles. Justin var í gráum jakkafötum og hvítri skyrtu sem hann var ekkert að stressa sig við að hneppa upp. Hann var í Nike Jordan 1 low UNC-strigaskóm, ljósbláum og hvítum.

Í viðtali við Elle í mars var Hailey Bieber spurð út í samband þeirra og af hverju þau giftu sig eftir að hafa verið saman í aðeins þrjá mánuði: „Justin var á þeim stað í lífinu að hann gat tekið ákvarðanir um að hætta að skemmta sér og fíflast. Við vorum sammála um hvað við vildum í lífinu. Okkar langaði að gifta okkur ung og stofna fjölskyldu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka