Justin Timberlake fyrrverandi kærasti Britney Spears hefur komið fram og lýst yfir stuðningi við kröfu Britney Spears um að fá aftur sjálfræði, en hún var dæmd ósjálfráða 2008 og það fært yfir á föður hennar Jamie Spears.
Justin Timberlake opnaði sig varðandi málið á Twitter í gær og segir þar meðal annars: „Það ætti aldrei að halda einhverjum gegn vilja þeirra.“ Hann bætir svo við og segir að þessi yfirlýsing hans á Twitter sé einnig frá konunni sinni, Jessicu Biel: „Við vonum að dómstólar og fjölskyldan hennar geri það rétta í stöðunni og leyfi henni að lifa hvernig sem hana langar að lifa.“
After what we saw today, we should all be supporting Britney at this time.
— Justin Timberlake (@jtimberlake) June 24, 2021
Regardless of our past, good and bad, and no matter how long ago it was… what’s happening to her is just not right.
No woman should ever be restricted from making decisions about her own body.