Þjóðin heldur áfram að fagna takmarkalausu Íslandi og tjáir sínar skoðanir á samfélagsmiðlinum Twitter. Ljóst þykir að þjóðin mun fagna afnámi takmarkana alla helgina ef marka má viðbrögðin á Twitter og útlit er fyrir að sú gula ætli að fagna með landsmönnum á morgun en spáð er allt að 24 stiga hita. Við skulum leyfa Finn að eiga fyrsta tístið:
BJARNI BEN VERÐUR AÐ ÞEITTA SKÍFUM Í ASMUNDASAL I KVOLD
— FINNUR VINNUSIMI (@denverslun) June 25, 2021
Hvernig djammar maður aftur?
— ÍsJökull (@IsJokull) June 25, 2021
Frá og með morgundeginum mega allar frænkur landsins aftur kyssa á munninn.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 25, 2021
Hrafn Jónsson kvikmyndagerðamaður virðist kvíða næsta fjölskylduboðs.
EG ÆTLA AÐ UMPOTTA 🌱 OG DREKKA VÍN 🍇 OG HLUSTA Á HLJÓÐBÓK Í KVÖLD 📚
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) June 25, 2021
Sóley Bára gengur hægt um gleðinnar dyr og ætlar að halda sig innan dyra í kvöld.
Muniði þegar fólk var í einlægni að segja að Þórólfur væri valdabrjálaður fasisti? Það var held ég botninn í faraldrinum.
— Siffi (@SiffiG) June 25, 2021
Twitter prinsinn Sigurjón Guðjónsson ákvað að vera með leiðinlegar staðreyndir.
biðla til áhorfenda í leik þórs og keflavíkur að virða grímuskylduna og passa uppá fjarlægð, við erum öll í þessu saman
— Tómas (@tommisteindors) June 25, 2021
Twitter kóngurinn minnir fólk á að tilslakanir taka gildi á miðnætti, en fjórði leikur Þórs og Keflavíkur er í kvöld.
Þórólfur fær Brekkusönginn í ár fyrir þessa afléttingu
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) June 25, 2021
Þetta verður örugglega staðfest um helgina.
Sendi stuðning til starfsfólks skemtistaða
— Heibba the Hot One (@memebuscemi) June 25, 2021
Það verður líklega álag á starfsfólk skemmtistaða um helgina.
ef ég sé @VilhelmNeto á djamminu í kvöld og ég er komin í glas mun ég knúsa ammælis skráginn
— 𝕭𝖎𝖇𝖇𝖆🌸 (@bibbasins) June 25, 2021
Nokkuð ljóst að afmælisbarn dagsins Villi Netó mun vakna á morgun með einhverja flensu. Það virðast allir ætla knúsa hann í kvöld.
Jæja, þá eru allar takmarkanir burt og bara ekkert annað eftir að gera en að tapa sér
— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) June 25, 2021
Það er búið að aflétta allt innanlands. Þannig ef ég sé eitthvað skilti eða band eða eitthvað þá ríf ég það niður. “Eingöngu 6 manns í gufunni” - ríf það niður. Fyllum þessa gufu. Allir inn.
— Vignir Heiðarsson (@HeiVignir) June 25, 2021
Gat samt ekki komið á verri helgi, á hvaða bar er hægt að borga með netgíró?
— Atli Sig (@atlisigur) June 25, 2021
Spennt að sjá dagbók lögreglu eftir þessa helgi
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) June 25, 2021
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) June 25, 2021
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) June 25, 2021
Eigandi skemmtistaðar missti vitið og giffaði yfir sig á samfélagsmiðlinum.
Til hamingju. Við munum kveðja Covid í Tjarnarbíó í kvöld - trúarleg upplifun! 2f1 í tilefni dagsins: https://t.co/XNOGyL5dwU
— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 25, 2021
Jakob Birgis býður þjóðinni 2 miða á verði eins á uppistand í kvöld.
OMG ÖLLU AFLÉTT OG ÉG BYRJAÐI Á TÓNLEIKAFERÐALAGI Í GÆR ÞETTA ER SVO FÁRÁNLEGA GEGGJAÐ! ÞAÐ ER TIL GUÐ! OMFG
— Króli🍍 (@Kiddioli) June 25, 2021
Króli trúir á Guð.
Ég í gær vs Ég í dag pic.twitter.com/3tcNcxpVW7
— María Björk (@baragrin) June 25, 2021
Allir sem fara að sofa fyrir kl.4:30 í nótt eru LOOOSERS!!!!!
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 25, 2021
Steiney er B manneskja og reynir að hvetja fólk til að vaka lengur.
800 manna orgía á Arnarhóli í nótt ☺️
— Björn Leó (@Bjornleo) June 25, 2021
Björn Leó er leikhússkáld.
Ég ætla í sleik
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) June 25, 2021
Það verður stuð á Café Catalínu í kvöld.
VÍMUSKILDA I KVÖLD HAHAHAHA
— FINNUR VINNUSIMI (@denverslun) June 25, 2021
Fyrst að djammið er aftur mætt full swing þá er gott að muna, Ekki nauðga strákar! Ef vinir ykkar eru að haga sér eins og drulludeli við einhverja takið þá til hliðar og skammið þá. Ég hef trú á ykkur.
— Steingrímur (@Arason_) June 25, 2021
Heyr, heyr.