Brekusöngurinn á Þjóðhátíð í Eyjum verður sendur út í beinu streymi í sjónvarpinu um verslunarmannahelgina. Er þetta í fyrsta skipti sem brekkusöngurinn verður aðgengilegur um allan heim í beinu streymi.
Brekkusöngurinn verður, venju samkvæmt, á sunnudagskvöldinu um verslunarmannahelgina, 1. ágúst. Upphitun hefst klukkan 22.00 og sjálfur brekkusöngurinn svo klukkan 23.00 en nánari dagskrá verður kynnt síðar.
Sena stendur að viðburðinum og fer miðasala fram á Tix.is. Hægt er að velja á milli þriggja leiða; netstreymis í gegnum Vimeo eða á myndlyklum Símans og Vodafone. Forsala á miðum hefst á morgun, 29. júní, klukkan 12.00.