Dómstólar í Bandaríkjunum hafa ógilt dóm yfir grínistanum Bill Cosby, þar sem hann var dæmdur fyrir að byrla fyrir konu og beita hana kynferðisofbeldi fyrir 15 árum. Hann er því laus úr fangelsi.
„Dómurinn yfir Cosby hefur verið ógiltur, og hann er því frjáls ferða sinna,“ segir í dómsúrskurði Hæstaréttar Pennsylvaníu-ríki.
Cosby var að afplána 3-10 ára dóm í fangelsi fyrir utan Fíladelfíuborg. Þrátt fyrir að meira en 60 konur hafi kært Cosby fyrir kynferðisofbeldi, var aðeins ein kæran tekin upp fyrir dómi þar sem fyrningarfrestur hinna málanna var liðinn.
Lögmenn Cosby færðu rök fyrir því að fimm konur sem voru vitni í málinu hefðu ekki átt að fá leyfi fyrir því.
Þeir kvörtuðu yfir því að „áratugagamlar" ásakanir sem voru ekki partur af kærunni, hefðu haft áhrif á kviðdómendur.