Hannes Þór til Sviss

Kvikmyndin Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson hefur verið valin í …
Kvikmyndin Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson hefur verið valin í aðalkeppni á kvikmyndahátíð í Sviss Kristinn Ingvarsson

Leyni­lögga eft­ir Hann­es Þór Hall­dórs­son hef­ur verið val­in í aðal­keppni kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Locarno, sem fram fer í Sviss dag­ana 4. – 14. ág­úst. Kvik­mynd­in kepp­ir í aðal­keppni hátíðar­inn­ar sem nefn­ist Concor­so in­ternacionale og kepp­ir um Gyllta hlé­b­arðann eða Par­do d‘Oro, ein virt­ustu kvik­mynda­verðlaun sem veitt eru ár hvert. Um mik­inn heiður er að ræða enda er hátíðin ein sú stærsta sinn­ar teg­und­ar og fer hún nú fram í 74. skipti.

Leyni­lögga fjall­ar um grjót­h­arða of­ur­löggu sem er í bar­áttu við sjálf­an sig á sama tíma og hann berst við hættu­leg­ustu glæpa­menn lands­ins.

„Að frum­sýna mynd­ina á virtri hátíð eins og Locarno er sér­stak­ur heiður fyr­ir okk­ur öll sem kom­um að mynd­inni. Þar sem lítið hef­ur verið um kvik­mynda­hátíðir vegna Covid er óvana­lega mik­ill fjöldi mynda sem reyn­ir að kom­ast að á hátíðum og því er það mik­il viður­kenn­ing að vera val­in,“ seg­ir Lilja Ósk Snorra­dótt­ir fram­leiðandi hjá Pega­sus.

Þetta er fyrsta kvik­mynd­in sem Hann­es Þór Hall­dórs­son leik­stýr­ir en mynd­in verður frum­sýnd hér á landi 27. ág­úst í Sam­bíó­un­um.

„Þetta er búið að vera mjög krefj­andi og skemmti­legt ferli með frá­bæru fólki. Ég er enn að átta mig á að mynd­in hafi verið val­in inn á hátíðina og hlakka til að sýna hana þar. Er samt enn spennt­ari fyr­ir því að sýna hana hér heima sem verður núna í lok ág­úst,“ seg­ir Hann­es Þór Hall­dórs­son leik­stjóri.

Kvik­mynd­in er skrifuð af Nínu Peter­sen, Sverri Þór Sverris­syni og Hann­esi Þór Hall­dórs­syni. Mynd­in er fram­leidd af Lilju Ósk Snorra­dótt­ur fyr­ir Pega­sus Pict­ur­es og með aðal­hlut­verk fara Auðunn Blön­dal, Eg­ill Ein­ars­son, Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, Vi­vi­an Ólafs­dótt­ir, Sverr­ir Þór Sverris­son og Björn Hlyn­ur Har­alds­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fólk venst því að sjá þig í einu hlutverki og eiga samskipti við þig þannig, en þú er margslunginn. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fólk venst því að sjá þig í einu hlutverki og eiga samskipti við þig þannig, en þú er margslunginn. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar