Netflixstjarna heilluð af Íslandi

Tan og Rob France heimsóttu Ísland á dögunum.
Tan og Rob France heimsóttu Ísland á dögunum. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan og fatahönnuðurinn Tan France og eiginmaður hans Rob fóru í frí til Íslands á dögunum. Hjónin eiga von á sínu fyrsta barni í sumar, en staðgöngumóðir gengur með barnið. Þeir voru því í sínu síðasta fríi áður en þeir eignast barn.

France sýndi örlítið frá Íslandsferðinni á Instagram í dag og þar sagði hann að Ísland hefði nú þegar farið fram úr væntingum þeirra. Mbl.is hefur heimildir fyrir því að France-hjónin hafi verið á landinu fyrr í vikunni, en til þeirra sást í Mosfellsbæ á mánudag.

Birti hann mynd af þeim hjónum um borð í vél Icelandair svo vel gæti verið að þeir séu farnir af landinu. 

France er hvað þekktastur fyrir að vera tískusérfræðingur í þáttunum Queer Eye á Netflix, stýra þáttunum Dressing Funny og vera einn af kynnum Next In Fashion.

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup