Franska fyrirsætan Sophie Gordon, kærasta Birkis Bjarnasonar landsliðsmanns Íslands í knattspyrnu, skreytir forsíðuna af einni útgáfu franska tískutímaritsins Cosmopolitan fyrir júlí, ef marka má Instastory hennar. Í Cosmopolitan er myndasería af henni tekin á frönsku eyjunni Korsíku.
Parið dvelur í París um þessar mundir eins og sjá má í Instastory hjá Birki þar sem hann undirbýr sig fyrir komandi keppnistímabil. Umboðsmaður hins 33 ára landsliðsmanns leitar nú af félagi fyrir Birki en samningur hans við ítalska liðið Brescia rann út 30. júní.