Tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð mun stýra Brekkusöngnum í ár eins og hann hefur gert síðan árið 2013. Þetta kemu fram í fréttatilkynningu.
Emmsjé Gauti, Aldamótatónleikarnir, FM95Blö, DJ Muscleboy og Ingó skemmta á stóra sviðinu í ár ásamt því að fleiri listamenn verða staðfestir á næstu dögum.
Þá verður boðið upp á lifandi streymi í samvinnu við Senu live frá Brekkusöngnum í fyrsta sinn. Þannig munu landsmenn geta upplifað Brekkusönginn heima í stofu í gegnum netið eða myndlykla Vodafone og Símans. Sjá nánar hér.
Í tilkynningunni segir að forsala á Þjóðhátíð gangi „gríðarlega vel“.
Þjóðhátíðarnefnd hefur brugðist við eftirspurninni með því að setja ferðir með Gamla Herjólfi í sölu en hann mun sigla föstudag og mánudag á hátíðina í ár – í það minnsta tvær ferðir á föstudegi og þrjár á mánudegi. Miðar í þessar ferðir fara í sölu á dalurinn.is þriðjudaginn 6. júlí kl. 9:00.