Ingó veðurguð stýrir brekkusöngnum

Ingó mundar gítarinn á Þjóðhátíð.
Ingó mundar gítarinn á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Mummi Lu

Tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð mun stýra Brekkusöngnum í ár eins og hann hefur gert síðan árið 2013. Þetta kemu fram í fréttatilkynningu. 

Emmsjé Gauti, Aldamótatónleikarnir, FM95Blö, DJ Muscleboy og Ingó skemmta á stóra sviðinu í ár ásamt því að fleiri listamenn verða staðfestir á næstu dögum. 

Þá verður boðið upp á lifandi streymi í samvinnu við Senu live frá Brekkusöngnum í fyrsta sinn. Þannig munu landsmenn geta upplifað Brekkusönginn heima í stofu í gegnum netið eða myndlykla Vodafone og Símans. Sjá nánar hér

Í tilkynningunni segir að forsala á Þjóðhátíð gangi „gríðarlega vel“.

Þjóðhátíðarnefnd hefur brugðist við eftirspurninni með því að setja ferðir með Gamla Herjólfi í sölu en hann mun sigla föstudag og mánudag á hátíðina í ár – í það minnsta tvær ferðir á föstudegi og þrjár á mánudegi. Miðar í þessar ferðir fara í sölu á dalurinn.is þriðjudaginn 6. júlí kl. 9:00.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir