Meirihluti Íslendinga horft á eða byrjað á Kötlu

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, fer með aðalhlutverk í þáttunum.
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, fer með aðalhlutverk í þáttunum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. til 30. júní, hafa 36% Íslendinga horft á alla þættina af Kötlu á Netflix og 20% byrjað að horfa á þá. Um 29% telja að þau muni horfa á þættina og aðeins 15% ætla líklega ekki að horfa á þá.

Fleiri konur hafa horft á þættina en karlar, en 41% kvenna hafði klárað alla þættina en aðeins 31% karla.

Þættirnir urðu aðgengilegir á Netflix 17. júní. 

Meirihluti svarenda telur þættina vera góða, en á kvarðanum 1-5 gáfu Íslendingar þáttunum 4 í einkunn. Af þeim sem höfðu horft á þættina töldu 78% þættina vera mjög eða frekar góða, 15% töldu þá vera hvorki góða né slæma og 7% töldu þá vera mjög eða frekar slæma. Lítill munur var á milli hópa, en konum þykir þættirnir betri og fólki á landsbyggðinni þykir þeir einnig vera betri en fólki á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka