Meirihluti Íslendinga horft á eða byrjað á Kötlu

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, fer með aðalhlutverk í þáttunum.
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, fer með aðalhlutverk í þáttunum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. til 30. júní, hafa 36% Íslendinga horft á alla þættina af Kötlu á Netflix og 20% byrjað að horfa á þá. Um 29% telja að þau muni horfa á þættina og aðeins 15% ætla líklega ekki að horfa á þá.

Fleiri konur hafa horft á þættina en karlar, en 41% kvenna hafði klárað alla þættina en aðeins 31% karla.

Þættirnir urðu aðgengilegir á Netflix 17. júní. 

Meirihluti svarenda telur þættina vera góða, en á kvarðanum 1-5 gáfu Íslendingar þáttunum 4 í einkunn. Af þeim sem höfðu horft á þættina töldu 78% þættina vera mjög eða frekar góða, 15% töldu þá vera hvorki góða né slæma og 7% töldu þá vera mjög eða frekar slæma. Lítill munur var á milli hópa, en konum þykir þættirnir betri og fólki á landsbyggðinni þykir þeir einnig vera betri en fólki á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson