Ingó mun ekki stýra brekkusöngnum

Ingólfur Þórarinsson mun ekki stýra brekkusöngnum.
Ingólfur Þórarinsson mun ekki stýra brekkusöngnum. Ljósmynd/Mummi Lu

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV sendi frá sér nú fyrir skömmu. 

„Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár.

Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu,“ segir í tilkynningu á Dalurinn.is

Greint var frá því fyrir helgi að Ingó myndi stýra brekkusöngnum. Í kjölfarið sendi Öfgar, hópur kvenna á samfélagsmiðlinum Tiktok, frá sér yfirlýsingu þar sem þær gagnrýndu ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Um helgina hafa þær svo birt fjölda frásagna kvenna þar sem þær saka þjóðþekktan tónlistarmann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. 

Í viðtali við Vísi um helgina sagði Ingó að hann myndi leita réttar síns vegna ásakana kvennanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka