Tvífari Jennifer Aniston slær í gegn

Lisa Tranel og Jennifer Aniston eru líkar.
Lisa Tranel og Jennifer Aniston eru líkar. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Lisa Tranel hefur slegið í gegn með Tiktok-myndböndum sínum undanfarið þar sem hún hermir eftir leikkonunni Jennifer Aniston. 

Í nýlegu myndbandi fer Tranel með nokkrar línur Rachel Green, persónu Aniston úr Friends. Myndbandið fer nú um Internetið sem eldur í sinu. „Ég hélt raunverulega að þetta væri Jennifer Aniston, vá,“ skrifaði einn. „Þú lítur meira út eins og Rachel heldur en Rachel sjálf,“ skrifaði annar. 

Aniston sjálf hefur ekki tjáð sig um þennan tvífara sem hefur sprungið út á Internetinu. 

Tranel sjálf er hissa á viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Á Instagram furðaði hún sig yfir hinni nýfundnu frægð sinni. „Þetta byrjaði sem grín og sprakk svo út,“ sagði Tranel. 

„Við skulum samt halda því til haga að mér finnst ég ekki lík Jennifer Aniston og ekki fjölskyldunni minni heldur.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan