Svanasöngur Snáksins

David Coverdale í Laugardalshöllinni árið 2008. Hann þótti ekki í …
David Coverdale í Laugardalshöllinni árið 2008. Hann þótti ekki í góðu formi í það skiptið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslandsvinirnir í málmbandinu Whitesnake leggja upp í sitt hinsta tónleikaferðalag. Sveitin hefur í tvígang troðið upp hér um slóðir. 

David Coverdale, söngvari og leiðtogi bandaríska málmbandsins Whitesnake, tilkynnti á dögunum að næsta tónleikaferðalag bandsins yrði jafnframt það síðasta. Coverdale verður sjötugur í haust og þykir nú mál að linni. Ekki liggur fyrir hvenær lagt verður í’ann en Whitesnake hefur bókað sig á tvær stórar rokkhátíðir næsta sumar; Hellfest í Clisson, Frakklandi, 23. júní og Rock Imperium Festival í Cartagena á Spáni 24. til 25. júní.

„Meiningin er að sýna þakklæti mitt fyrir allan stuðninginn sem ég hef notið gegnum tíðina enda er þetta ekki vinnandi vegur án áheyrenda – svo einfalt er það,“ sagði okkar maður við miðilinn Planet Rock. „Eins og þið sem hafið fylgt mér eftir vitið þá legg ég mig alltaf allan fram hverju sinni. Það hefur verið mitt vinnusiðferði alla tíð.“

Whitesnake hefur í tvígang troðið upp á Íslandi; fyrst á frægum tónleikum í Reiðhöllinni í Víðidal haustið 1990 og síðan í Laugardalshöll haustið 2008. Í fyrra skiptið var talið í tvisvar en Coverdale missti af seinni tónleikunum vegna veikinda og Pétur heitinn W. Kristjánsson hljóp í skarðið. Í seinni heimsókninni heillaði Whitesnake ekki gagnrýnanda Morgunblaðsins sem sagði framgöngu bandsins til háborinnar skammar. Hvort bandið kemur við hér á landi á kveðjutúrnum verður að koma í ljós.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum og enginn að hjálpa þér. Biddu um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup