Cruise með nýju kærustunni á Wembley

Hayley Atwell og Tom Cruise á úrslitaleik í einliðaleik kvenna …
Hayley Atwell og Tom Cruise á úrslitaleik í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. AFP

Stórleikarinn Tom Cruise var viðstaddur íþróttaviðburði í Lundúnum um helgina ásamt leikkonunni Hayley Atwell. Talið er að leikararnir séu meira en aðeins vinir ef marka má frétt Pagesix. Um þessar mundir fara fram tökur á sjöundu Mission: Impossible-kvikmyndinni en leikararnir fara þar með aðalhlutverkin. Myndin er væntanleg í bíóhús næsta sumar.

Hayley Atwell og Tom Cruise.
Hayley Atwell og Tom Cruise. AFP

Á laugardag mættu þau á úrslitaviðureignina í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hin ástralska Ashleigh Barty sigraði Karólínu Pliskóvu frá Tékklandi. Cruise mætti hins vegar einn á úrslitaviðureign Serbans Novaks Djokovic og Ítalans Matteos Berrettinis þar sem Djokovic sigraði á sínu 20. risamóti og jafnaði þar með met Rafaels Nadals og Rogers Federers. 

Tom Cruise, Kate Moss og Davíð Beckham á úrslitaleik Englands …
Tom Cruise, Kate Moss og Davíð Beckham á úrslitaleik Englands og Ítalíu í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. AFP

Í gærkvöldi var parið viðstatt tap Englendinga í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Englendinga í Lundúnum, Wembley-velli. Þau voru á boðslista evrópska knattspyrnusambandsins en meðal annarra á þeim lista voru forsætisráðherra Bretlands Boris Johnson, forseti Ítalíu Sergio Mattarella, íþróttamálaráðherra Ítalíu Valentina Vezzali, hertoginn og hertogynjan af Cambridge ásamt syni sínum Georg prinsi, ofurfyrirsætan Kate Moss og leikstjórinn Guy Ritchie.

AFP
Tom Cruise á úrslitaleik í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í …
Tom Cruise á úrslitaleik í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka