Dýrið verðlaunað í Cannes

Noomi Rapace fer með aðalhlutverk í myndinni.
Noomi Rapace fer með aðalhlutverk í myndinni. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut verðlaunin „Prize of Originality“, eða frumlegasta myndin, á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í kvöld. Verðlaunin eru hluti af Un Certain Regard flokki hátíðarinnar, en flokkurinn er þá hluti af aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Hrönn Kristinsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir stemminguna í hópnum gríðarlega góða. „Við vorum öll hérna á fremstu bekkjum þegar að verðlaunin voru tilkynnt, og það eru allir bara svakalega kátir.“ Spurð hvort um sé að ræða mikla viðurkenningu fyrir hópinn segir Hrönn: „jú alveg tryllt viðurkenning fyrir okkur.“

f.v. Sara Nassim framleiðandi, Valdimar Jóhannsson leikstjóri, Hrönn Kristinsdóttir framleiðandi …
f.v. Sara Nassim framleiðandi, Valdimar Jóhannsson leikstjóri, Hrönn Kristinsdóttir framleiðandi og Elo Arenson kvikmyndatökumaður. Ljósmynd/Aðsend

Dýrið er íslensk kvikmynd í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar, en hún segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari. Saman búa þau í fögrum en afskekktum dal. Þegar að dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau hjónin að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Þá segir Hrönn kjarnaþemu myndarinnar vera missir, og hvernig fólk tekst á við hann.

Myndin var tekin upp í Hörgársveit og eins og áður kom fram leikstýrir Valdimar Jóhannsson myndinni, en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta hlutverk hennar á íslensku. Hilmir Snær Guðnason fer þá með einnig með aðalhlutverk í myndinni.

Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis í byrjun september.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach