Man varla eftir fyrstu prufunni fyrir Kötlu

„Ég hugsaði fyrst: Ég er ekki leikkona, ég er bara söngkona,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð að hafi skotist upp í kollinn á henni eftir að Selma Björnsdóttir hafði samband við hana um að koma í prufur fyrir Netflix-seríuna Kötlu.

Guðrún Ýr, betur þekkt sem GDRN, sló nýlega í gegn í þáttunum sem komu út nú í sumar. Guðrún Ýr hafði þá unnið við tónlist í leikritinu Shakespeare verður ástfanginn ásamt fleiri verkefnum tengdum leikhúsinu.

Út frá fyrirspurn Selmu Björns segist Guðrún hafa hugsað þetta með sjálfri sér en ákveðið svo að kýla á það. Þetta yrði allavega skemmtileg lífsreynsla og ef þetta gengi ekki upp fengi hún þó að kynnast nýjum tækifærum sem myndu kannski opna á eitthvað meira.

Prufunum fylgdi mikið stress og segist Guðrún Ýr varla muna eftir fyrstu prufunni.

„Ég var svo stressuð, þetta er bara blackout sko. En ég fæ hringingu og er beðin að koma aftur í prufu. Þar fer ég bara og þyl upp einhverjar línur sem ég er búin að læra utan að og er alveg skjálfandi á beinunum sko.“ Þrátt fyrir stressið tókst henni að negla prufurnar og í kjölfarið kom örlagaríka símtalið.

„Svo fæ ég bara símhringingu í nóvember 2019 þar sem það er sagt bara: Heyrðu, þú fékkst hlutverkið!“ Þetta var hvorki meira né minna en aðalhlutverk seríunnar þar sem Guðrún Ýr fór með hlutverk Grímu, sem er ung og alvörugefin kona að glíma við vægast sagt óvanalegar aðstæður.

Símtalið vakti mikla lukku og undrun hjá Guðrúnu Ýri og var henni sagt að hún mætti ekki segja neinum. Aðstæður voru ansi merkilegar þar sem hún var við það að stíga á svið á tónlistarhátíðinni Airwaves þegar símtalið kom. Hún ákvað að halda þessum stóru fréttum fyrir sig eins lengi og hún gat.

„Ég ákvað líka bara: ég ætla ekki að segja neinum frá þessu. Ég ætla ekki heldur að segja neinum hvað þetta er stórt hlutverk, af því mig langar svolítið að fólk fari inn í þetta með ekki neinar fyrirframákveðnar hugmyndir um hvernig þetta er eða neitt svoleiðis.“

Viðtalið við Guðrúnu Ýr í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir