Nú er hægt að veðja á það hvort Þjóðhátíð fari fram í Vestmannaeyjum eða ekki um verslunarmannahelgina. 38 smit greindust innanlands í dag, þar af 29 utan sóttkvíar. „Er Þjóðhátíð í hættu,“ spyr veðmálasíðan Coolbet í færslu á Instagram.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í dag að veiran hefði dreift sér töluvert um samfélagið og smitfjöldi stefni í veldisvöxt.
Þrátt fyrir þessar fregnir telur Coolbet líklegra að Þjóðhátíð fari fram en ekki. Stuðullinn fyrir þjóðhátíðarhöld í ár er 1,33, en aftur á móti er stuðullinn fyrir að Þjóðhátíð fari ekki fram sökum veirunnar 3,05.