Dieter Brummer er látinn

Dieter Brummer árið 2011.
Dieter Brummer árið 2011. Ljósmynd/Eva Rinaldi

Ástralski leikarinn Dieter Brummer, sem var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Shane Parrish í sjónvarpsþáttunum Home And Away, er látinn, 45 ára að aldri. 

Brummer fannst látinn á heimili sínu í Sydney í Ástralíu. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 

Brummer naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum fyrir leik sinn í Home And Away þar sem hann lék á móti Melissu George. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttunum Neighbours og Underbelly. 

Seven Network, sjónvarpsstöðin sem sýnir Home And Away í Ástralíu, segir í yfirlýsingu að fréttirnar af andláti Brummer séu „afar sorglegar“. 

Brummer lék í Home And Away frá 1991 fram til ársins 1996. Síðustu áratugi rak hann gluggaþvottastöð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney