Staunton í hlutverki drottningarinnar

Staunton sem Elísabet Englandsdrottning.
Staunton sem Elísabet Englandsdrottning. Netflix

Streymisveitan Netflix hefur birt fyrstu myndina af Imeldu Staunton í hlutverki sínu sem Elísabet Englandsdrottning í fimmtu seríu The Crown. 

Stauton, sem er 65 ára, fetar með hlutverkinu í fótspor Oliviu Coleman og Claire Foy sem farið hafa með hlutverk drottningarinnar í fyrri seríum. 

Fimmta sería þáttanna gerist á tíunda áratug síðustu aldar. Búist er við því að helst eigi eftir að bera á skilnaði Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, og síðan dauða Díönu árið 1997. 

Stauton er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Delores Umbridge í Harry Potter. 

Lesley Manville mun fara með hlutverk Margrétar prinsessu í fimmtu seríu. Helena Bonham Carter og Vanessa Kirby hafa áður farið með hlutverkið. Jonathan Pryce mun fara með hlutverk Filippusar hertoga og Elizabeth Debicki mun leika Díönu prinsessu á móti Dominic West sem fer með hlutverk Karls Bretaprins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup