Staunton í hlutverki drottningarinnar

Staunton sem Elísabet Englandsdrottning.
Staunton sem Elísabet Englandsdrottning. Netflix

Streymisveitan Netflix hefur birt fyrstu myndina af Imeldu Staunton í hlutverki sínu sem Elísabet Englandsdrottning í fimmtu seríu The Crown. 

Stauton, sem er 65 ára, fetar með hlutverkinu í fótspor Oliviu Coleman og Claire Foy sem farið hafa með hlutverk drottningarinnar í fyrri seríum. 

Fimmta sería þáttanna gerist á tíunda áratug síðustu aldar. Búist er við því að helst eigi eftir að bera á skilnaði Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, og síðan dauða Díönu árið 1997. 

Stauton er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Delores Umbridge í Harry Potter. 

Lesley Manville mun fara með hlutverk Margrétar prinsessu í fimmtu seríu. Helena Bonham Carter og Vanessa Kirby hafa áður farið með hlutverkið. Jonathan Pryce mun fara með hlutverk Filippusar hertoga og Elizabeth Debicki mun leika Díönu prinsessu á móti Dominic West sem fer með hlutverk Karls Bretaprins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup