Ferðamannasíðan Big Seven Travel birtir árlega lista yfir fimmtíu fallegustu byggingar heims. Listi ársins 2021 hefur nú verið birtur og er Hallgrímskirkja í 38. sæti á listanum. Síðan notaðist við könnun á netinu þar sem rúmlega 127 þúsund manns tóku þátt í að velja listann.
Í umfjöllun síðunnar um Hallgrímskirkju segir að kirkjan sé sú stærsta á Íslandi og einnig er minnst á orgel kirkjunnar, en það þykir stórt á heimsmælikvarða.
Segja má að flestallar frægustu byggingar heims finnist á listanum en þó er þokkaleg fjölbreytni í vali. Byggingar af ýmsum toga eru á listanum, allt frá munkaklaustrum yfir í skýjakljúfa Mið-Austurlanda.
Efstu þrjú sæti listans skipa afar glæstar byggingar. Í þriðja sæti er dómkirkjan í Flórens. Í öðru sæti er síðan Versalahöll í París. Efsta sæti listans hreppir þó Taj Mahal í Indlandi. Kannski ekki furða en auðveldlega má færa rök fyrir því að höllin sé þekktasta bygging heims.