Skilja eftir átta ára hjónaband

Kate Bosworth og Michael Polish standa nú í skilnaði.
Kate Bosworth og Michael Polish standa nú í skilnaði. AFP

Leikkonan Kate Bosworth og Michael Polish hafa ákveðið að skilja eftir tæplega átta ára hjónaband. Bosworth tilkynnti skilnaðinn við Polish í færslu á Instagram og fór þar fallegum orðum um eiginmann sinn. 

„Upphafið er oft besti hluti ástarinnar. Flugeldar, seglar, uppreisn, þráin,“ skrifaði Bosworth. Í upphafi færslunnar vísar hún til samtals sem þau áttu við gerð kvikmyndarinnar Big Sur árið 2011. 

Bosworth og Polish kynntust við gerð kvikmyndarinnar og gengu í hjónaband hinn 31. ágúst 2013, tveimur árum eftir að þau kynntust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar