Segist verjast Covid með öðrum leiðum

Nökkvi Fjalar þáði ekki bólusetningu og hefur nú tjáð sig …
Nökkvi Fjalar þáði ekki bólusetningu og hefur nú tjáð sig um hvers vegna. mbl

Nökkvi Fjalar Orrason, sam­fé­lags­miðlasér­fræðing­ur og eig­andi umboðsskrif­stof­unn­ar Swipe Media, hefur gert grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að þiggja ekki bólusetningu í færslu á facebook. Hann kveðst trúa því að heilbrigður lífsstíll og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn veirunni.

„Eins og komið hefur í ljós undanfarnar vikur getur bólusettur einstaklingur smitað aðra eins og óbólusettur einstaklingur. Í mínum huga var ég því ekki að taka ákvörðun fyrir fólk í kringum mig heldur fyrir mig sjálfan, út frá mínum skilningi og með þeim upplýsingum sem ég hafði í höndunum.“

Framlag Nökkva í baráttunni

Í færslunni segir hann að óvissan um langtímaáhrif bóluefnisins spili stóran þátt. Einnig trúir hann að með því að huga að heilsusamlegum lífsstíl og viðhalda heilbrigðri efnaskiptaheilsu sé hægt að draga úr líkunum á því að fara illa út úr Covid og setja þar með aukið álag á heilbrigðiskerfið.

Því er mitt framlag í þessari baráttu að hvetja aðra til að efla heilsu sína til að létta á heilbrigðiskerfinu úr nær öllum áttum, ekki aðeins í tengslum við veiruna.“ Hann telur einnig að hægt sé að styrkja varnarkerfi líkamans, ónæmiskerfið, daglega með ýmsum öðrum leiðum en að fara í bólusetningu. 

Skrifar dagbók og gerir stoðkerfisæfingar

Hann reiðir fram nokkur ráð í sambandi við þetta: Drekka vatn, sofa nóg, borða hollt, hreyfa sig, hugleiða, skrifa dagbók og gera stoðkerfisæfingar svo eitthvað sé nefnt. 

Nökkvi tekur fram að hann sé ekki á móti bólusetningum og virðir ákvörðun þeirra sem hafa þegið bólusetningu. „Fyrir mér er þetta ekki svart eða hvítt, rétt eða rangt heldur spurning um persónulegt val.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir