Hafa óbilandi áhuga á rafmynt

Ashton Kutcher og Mila Kunis eru samrýmt par sem hafa …
Ashton Kutcher og Mila Kunis eru samrýmt par sem hafa áhuga á fleiri hlutum en einvörðungu leiklist. mbl.is/AFP

Það eru margir á því að Ashton Kutcher eigi hvergi eins vel heima og í kvikmyndum. Tæknigeirinn virðist þó eiga eiga hug hans allan í dag.

Í nýlegu myndbandi á samfélagsmiðlum yfirheyrir hann eiginkonu sína Milu Kunis um allt milli himins og jarðar sem viðkemur rafmynt. Dulritun og tæknimál virðast ekki vefjast fyrir leikkonunni þótt margir séu eflaust hissa á að sjá þetta skemmtilega stjörnupar í þessum hugleiðingum. 

Það eru átta ár frá því þau hófu fjárfestingar sínar með rafmynt. Ef marka má myndbandið er eins og Kutcher sé sá sem dregur vagninn í fjárfestingum fjölskyldunnar á þessu sviði. Kunis hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann beri undir hana allar fjárfestingar og hún hafi bara gaman af þessu uppátæki hans í tæknigeiranum.

View this post on Instagram

A post shared by Ashton Kutcher (@aplusk)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir