Markie Post er látin 70 ára aldri

Markie Post á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 1988.
Markie Post á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 1988. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikkonan Markie Post er látin, 70 ára að aldri. Post var hvað þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Night Court og Scrub en hún lék einnig í kvikmyndinni There's Something About Mary. 

Post lést á laugardag eftir áralanga baráttu við krabbamein. Umboðsmaður hennar, Ellen Lubin Sanitsky, staðfesti andlát hennar. 

Post hóf feril sinn sem framleiðandi í spurningaþáttum í sjónvarpinu og hóf leiklistarferil sinn nokkrum árum seinna í þáttunum Card Sharks. Í þáttunum Night Court fór hún með hlutverk lögmannsins Christine Sullivan og kom fram í 159 þáttum á árunum 1985 til 1992. 

Hún lék móður persónu leikkonunnar Cameron Diaz í kvikmyndinni There's Something About Mary árið 1998. Eftir að hún greindist með krabbamein hélt hún áfram að vinna á milli lyfjameðferða.

Hún skilur eftir sig eiginmann og tvær uppkomnar dætur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir