Markie Post er látin 70 ára aldri

Markie Post á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 1988.
Markie Post á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 1988. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikkonan Markie Post er látin, 70 ára að aldri. Post var hvað þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Night Court og Scrub en hún lék einnig í kvikmyndinni There's Something About Mary. 

Post lést á laugardag eftir áralanga baráttu við krabbamein. Umboðsmaður hennar, Ellen Lubin Sanitsky, staðfesti andlát hennar. 

Post hóf feril sinn sem framleiðandi í spurningaþáttum í sjónvarpinu og hóf leiklistarferil sinn nokkrum árum seinna í þáttunum Card Sharks. Í þáttunum Night Court fór hún með hlutverk lögmannsins Christine Sullivan og kom fram í 159 þáttum á árunum 1985 til 1992. 

Hún lék móður persónu leikkonunnar Cameron Diaz í kvikmyndinni There's Something About Mary árið 1998. Eftir að hún greindist með krabbamein hélt hún áfram að vinna á milli lyfjameðferða.

Hún skilur eftir sig eiginmann og tvær uppkomnar dætur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir