Applegate greind með MS-sjúkdóminn

Christina Applegate er með MS-sjúkdóminn.
Christina Applegate er með MS-sjúkdóminn. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Christina Applegate er með MS-sjúkdóminn. Leikkonan greindist með sjúkdóminn fyrir nokkrum mánuðum en opnaði sig um greininguna í dag. 

„Hæ vinir. Fyrir nokkrum mánuðum var ég greind með MS-sjúkdóminn. Þetta hefur verið skrítið ferðalag. En ég er búin að finna fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem ég þekki sem eru líka með sjúkdóminn. Þetta hefur verið erfitt. En eins og við vitum öll þá heldur tíminn áfram að líða,“ skrifaði Applegate á Twitter. 

Applegate hefur farið með hlutverk í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda í gegnum árin en hennar nýjustu þættir eru Dead To Me á Netflix. 

Hún hefur áður tjáð sig opinberlega um heilsu sína en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2008 og fór í kjölfarið í brjóst- og legnám. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir