Leikkonan Christina Applegate er með MS-sjúkdóminn. Leikkonan greindist með sjúkdóminn fyrir nokkrum mánuðum en opnaði sig um greininguna í dag.
„Hæ vinir. Fyrir nokkrum mánuðum var ég greind með MS-sjúkdóminn. Þetta hefur verið skrítið ferðalag. En ég er búin að finna fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem ég þekki sem eru líka með sjúkdóminn. Þetta hefur verið erfitt. En eins og við vitum öll þá heldur tíminn áfram að líða,“ skrifaði Applegate á Twitter.
Applegate hefur farið með hlutverk í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda í gegnum árin en hennar nýjustu þættir eru Dead To Me á Netflix.
Hún hefur áður tjáð sig opinberlega um heilsu sína en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2008 og fór í kjölfarið í brjóst- og legnám.
Hi friends. A few months ago I was diagnosed with MS. It’s been a strange journey. But I have been so supported by people that I know who also have this condition. It’s been a tough road. But as we all know, the road keeps going. Unless some asshole blocks it.
— christina applegate (@1capplegate) August 10, 2021