Segist ekki vera með Aniston

Talsmaður David Schwimmers segir hann ekki vera í sambandi með …
Talsmaður David Schwimmers segir hann ekki vera í sambandi með Jennifer Aniston. Samsett mynd

Talsmaður leikarans Davids Schwimmers segir leikarann ekki vera að hitta leikkonuna Jennifer Aniston. Sögusagnir fóru á kreik í fjölmiðlum um að fyrrverandi samstarfsfélagarnir væru farin að hittast eftir endurkomuþáttinn af Friends í vor. 

Talsmaður Schwimmers sagði í samtali við The Sun að ekkert væri til í þessum sögum. 

Vefurinn Closer greindi frá fréttunum fyrst og hafa allir stærstu miðlar heims vísað í heimild þeirra. Heimildamaður Closer sagði þau hafa orðið nánari eftir tökur á þættinum í vor og í kjölfarið farið að skiptast á skilaboðum. 

Var Schwimmer sagður hafa flogið frá New York til Los Angeles til að hitta Aniston og þau farið saman á vínekru í Santa Barbara. 

Aniston og Schwimmer léku saman í Friends frá 1994 til 2004 og áttu persónur þeirra í þáttunum í ástarsambandi. Í endurkomuþættinum í vor viðurkenndu þau bæði að hafa borið tilfinningar til hvors annars á mismunandi tímum. Bæði eru þau einhleyp um þessar mundir og gallharðir aðdáendur þáttanna beðið til ástargyðjanna að leiða hjörtu þeirra saman. Hvort þeir hafi hafi verið bænheyrðir er ekki vitað fyrir víst, en talsmaður Schwimmers tekur fyrir það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar