Faðir Britney stígur til hliðar

Faðir Britney stígur til hliðar sem lögráðamaður hennar.
Faðir Britney stígur til hliðar sem lögráðamaður hennar. AFP

Jamie Spears, faðir Britney Spears, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem lögráðamaður hennar.

Markar þetta þáttaskil í sjálfræðisbaráttu Britney en faðir hennar hefur hingað til verið fastur á því að halda lögráðamannshlutverkinu.

Britney var svipt lögræði árið 2008 en nú sækist hún eftir því að losna undan prísundinni.

Baráttunni er þó ekki ennþá lokið; Í dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum kemur fram að lögmenn Jamie Spears segi hann tilbúinn til að stíga til hliðar sem lögráðamaður – hann sé tilbúinn að vinna með dómstólum að því að hefja leit að nýjum lögráðamanni fyrir dóttur sína.

Jamie Spears vill að fundinn verði nýr lögráðamaður.
Jamie Spears vill að fundinn verði nýr lögráðamaður. AFP

Hrósa Jamie fyrir að hafa endurreist feril Britney

Hvergi er á það minnst í dómsskjölum hvenær Jamie Spears hyggst stíga til hliðar en þar héldu lögmenn hans því staðfastlega fram að hann hafi „bjargað Britney frá hörmungum, stutt hana þegar hún þurfti mest á því að halda, verndað hana og orðsporið hennar auk þess að hafa aðstoðað hana við að koma tónlistarferlinum aftur á réttan kjöl“. 

Jamie Spears hefur einmitt sætt gagnrýni fyrir að hafa látið Britney syngja á tónleikum, á sama tíma og hún hafi ekki verið metin andlega hæf til þess að ráða sínum eigin málum. 

Ötull aðdáendahópur Britney hefur látið til sín taka í sjálfræðisbaráttunni.
Ötull aðdáendahópur Britney hefur látið til sín taka í sjálfræðisbaráttunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Loka