Ingó veðurguð spilaði á Tenerife

Ingólfur Þórarinsson tróð upp á Tenerife í gærkvöldi.
Ingólfur Þórarinsson tróð upp á Tenerife í gærkvöldi. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, spilaði á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í Adeje á Tenerife í gærkvöldi. Hringbraut greindi fyrst frá því í vikunni að staðurinn hefði auglýst tónleika með Ingó veðurguð en síðar hafi auglýsingin verið tekin út. 

Bambú bar & bistró sendi svo beint út frá tónleikunum á facebooksíðu sinni og virðast gestir hafa skemmt sér vel. Ingólfur spilaði í um tvær klukkustundir af útsendingunni að dæma.

Halla Birgisdóttir er eigandi Bambú bar & bistro.

Ingólfur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í sumar og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Þá átti hann að leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð en aðgerðasinnahópurinn Öfgar birti í kjölfarið fjölda nafnlausra ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Í kjölfarið hætti þjóðhátíðarnefnd ÍBV við að fá hann til að stýra brekkusöngnum. 

Ingólfur hefur neitað ásökununum staðfastlega og þáverandi lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi út kröfubréf á hendur að minnsta kosti sex einstaklingum vegna ummæla um hann á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Vilhjálmur hefur sagt sig frá máli Ingólfs í samráði við hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar