Una Stubbs er látin

Una Stubbs er látin 84 ára að aldri.
Una Stubbs er látin 84 ára að aldri. Ljósmynd/IMDb

Enska leikkonan Una Stubbs er látin, 84 ára að aldri. Stubbs var hvað þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Till Death Us Do Part, Sherlock, EastEnders og Worzel Gummidge. BBC greinir frá.

Stubbs lést á heimili sínu í Edinborg í dag umvafin fjölskyldu sinni. Umboðsmaður hennar greindi frá andláti hennar og sagði hana hafa verið veika í nokkra mánuði. 

Stubbs var ein ástsælasta leikkona Bretlands en frægðarsól hennar tók að skína á 7. áratug síðustu aldar þegar hún fór með hlutverk í kvikmynd Sir Cliffs Richards, Summer Holiday. 

Í Sherlock fór hún með hlutverk frú Hudson og lék þar á móti Benedict Cumberbatch og Martin Freeman. 

Stubbs var fædd í Welwyn Garden-borg á Englandi 1. maí 1937. Hún giftist tvisvar sinnum á ævinni. Hún var gift leikaranum Peter Gilmore frá 1958 til 1969 og ættleiddu þau soninn Jason. Sama ár og hún skildi við Gilmore gekk hún að eiga leikarann Nicky Henson og skildu þau sex árum síðar. Þau eiga tvö börn saman, tónskáldið Christian Henson og tónlistarmanninn Joe Henson. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach