Depp hjólar aftur í Heard

Johnny Depp hefur fengið leyfi frá dómara til að hefja …
Johnny Depp hefur fengið leyfi frá dómara til að hefja málssókn gegn Amber Heard. AFP

Dóm­ari í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um hef­ur gefið leik­ar­an­um Johnny Depp grænt ljós á að höfða mál gegn fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Am­ber Heard. Depp ætl­ar í meiðyrðamál gegn henni fyr­ir um­mæli sem hún hafði uppi í skoðana­grein sem birt var í Washingt­on Post árið 2018.

Í grein­inni í Washingt­on Post nafn­greindi Heard hann ekki en hún skrifaði út frá reynslu sinni sem þolandi heim­il­iso­beld­is. Heard sakaði hann hins veg­ar um heim­il­isof­beldi við skilnað þeirra árið 2016 sem hann hef­ur neitað. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Depp fer í mál vegna máls­ins. Á síðasta ári höfðaði hann mál gegn út­gef­anda The Sun í Bretlandi þar sem hann var kallaður of­beld­ismaður og sagður hafa lamið eig­in­konu sína. Í meiðyrðamál­um í Bretlandi ligg­ur sönn­un­ar­byrðin hjá þeim sem er stefnt. 

Depp tapaði mál­inu gegn The Sun og taldi dóm­ar­inn að blaðið hefði sýnt fram á nægi­leg­ar sann­an­ir fyr­ir því að um­mæl­in um Depp væru sönn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason