Talandi hákarl og subbuskapur

Leikarar og leikstjóri The Suicide Squad á frumsýningu myndarinnar í …
Leikarar og leikstjóri The Suicide Squad á frumsýningu myndarinnar í Regency Village Theatre í Los Angeles 2. ágúst síðastliðinn. KEVIN WINTER

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto, kallaður Villi, er gestur kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni og umfjöllunarefnið grín- og hasarmyndin The Suicide Squad, Sjálfsvígasveitin, sem segir af samnefndri sveit úr teiknimyndablöðum DC útgáfunnar. Talandi mannhákarl og maður sem skýtur doppum út úr líkama sínum eru meðal furðuvera myndarinnar sem Villi hafði gaman af, líkt og þeir Þóroddur og Helgi, blaðamenn og umsjónarmenn þáttarins. 

Villi var beðinn um að gefa myndinni stjörnur og sagðist hann gefa þrjár eða fjórar stjörnur, í ljósi þess hvernig kvikmynd væri hér á ferðinni, eftir því hvernig skapi hann væri í. Þóroddur sagðist sammála þeirri stjörnugjöf og sagðist gjarnan hafa viljað meira grín í myndinni. Hann hefði gjarnan viljað hlæja enn meira og að grínið væri ekki alveg jafnódýrt og raun ber vitni. Helgi gaf þrjár og hálfa stjörnu í dómi sínum á dögunum, var bara býsna sáttur og skemmti sér vel. 

Hér má hlusta á spjall þeirra Helga, Þórodds og Villa:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan