Tatum og Kravitz á stefnumóti

Zoë Kravitz og Channing Tatum.
Zoë Kravitz og Channing Tatum. Samsett mynd

Sögusagnir hafa verið á kreiki allt þetta ár um að leikarinn Channing Tatum og leikkonan Zoë Kravitz væru aðeins meira en bara góðir vinir. 

Kravitz sótti um skilnað við eiginmann sinn Karl Glusman í janúar á þessu ári. Tatum hefur verið einhleypur síðan í október á síðasta ári en þá hættu hann og tónlistarkonan Jessie J saman. Hann var áður giftur Jennu Dewan. 

Tatum og Kravitz kyntu enn undir þessum sögusögnum í vikunni þegar þau skemmtu sér saman í New York. Röltu þau um borgina saman og skelltu sér svo saman á BMX-hjól þar sem Tatum var við stjórnvölinn en Kravitz stóð aftan á hjólinu. 

Í júní síðastliðnum gaf Tatum sögusögnunum einnig undir fótinn þegar hann sagði í viðtali við Deadline að hún hjálpaði sér stundum með val á fötum og skóm. 

„Þegar einhver kemur bara og segir mér að ég eigi ekki að vera í Crocs, og er gallharður á því ... hún [Kravitz] sannfærði mig alveg um að ég á aldrei að vera í Crocs aftur,“ sagði Tatum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup