Disney fær að nota lög Sex Pistols

Johnny Rotten í London í sumar.
Johnny Rotten í London í sumar. AFP

Tveir fyrrverandi liðsmenn pönksveitarinnar Sex Pistols unnu í dag mál gegn fyrrverandi söngvara sveitarinnar, John Lyndon, eða Johnny Rotten, um notkun laga sveitarinnar í Disney-þáttum.

Dómarinn taldi trommarann og gítarleikarann mynda meirihluta og þannig hafa heimild til að ráðstafa efni sem sveitin gaf út á áttunda áratug síðustu aldar. 

Samdi sjálfan sig út í horn

John Lyndon var mótfallinn því að leyfa Disney að nota lög sveitarinnar í þáttunum Pistol. Dómarinn sagði hins vegar ótrúverðugt að Lyndon áttaði sig ekki á afleiðingum samþykktar sem hann undirritaði 1998 sem léði meirihluta liðsmanna sveitarinnar ákvörðunarvald um ráðstöfun hugverka hennar. 

„Hafi maður áhyggjur af þessu tagi má gera ráð fyrir því að hann hafi skilning á þeim gerningum sem hann undirritar,“ segir í dóminum sem bendir á að fyrst hann hafi gengist undir þessa sátt vitandi vits hafi hann hlekkjað sjálfan sig með henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt halda þig við þína sannfæringu og láta ekki aðra villa um fyrir þér. Gættu þess að nota ekki forréttindi þín þér til framdráttar umfram aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Tove Alsterdal