Charlie Watts látinn

Charlie Watts leikur listir sínar 28. júlí árið 2019.
Charlie Watts leikur listir sínar 28. júlí árið 2019. AFP

Charlie Watts, trommari hljómsveitarinnar Rolling Stones, lést í dag, áttræður að aldri. Útgefandi hans greindi frá þessu í dag. 

Fyrir viku síðan ákvað Watts að draga sig í hlé á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar.

„Það er okkur afar leitt að tilkynna að okkar ástkæri Charlie Watts er látinn. Andlát hans var friðsamlegt en hann lést á spítala í Lundúnum fyrr í dag í faðmi fjölskyldu sinnar,“ sagði útgefandinn, Bernard Doherty, í tilkynningu. 

The Rollings Stones á sviði árið 2017.
The Rollings Stones á sviði árið 2017. AFP

 



Charlie Watts gekk til liðs við The Rolling Stones í janúar 1963 og batt þar með saman sveitina á sinn einstaka hátt í rúm 57 ár. Watts hefur gefið út 37 plötur með The Rolling Stones og 14 safnplötur til viðbótar. Á ferli sínum hefur hann einnig gefið sig að djassi. Hann hefur gefið út tíu djassplötur undir ýmsum nöfnum.

Menntaður í grafískri hönnun

Trommarinn kvæntist eiginkonunni Shirley árið 1964 og þau eiga eina dóttur. Utan tónlistarinnar hefur hann safnað bílum sem mörgum þótti athyglisvert í ljósi þess að hann er ekki með bílpróf. Þá hafa þau hjón ræktað arabíska hesta.

Ólafur Helgi Kjartansson er einn kunnasti aðdáandi Stones á Íslandi. Hann rakti feril Watts í aðsendri grein í Morgunblaðinu á áttræðisafmæli hans í júní: „Charles Robert Watts eignaðist sitt fyrsta trommusett þegar foreldrar hans gáfu honum eitt 1955. Hann hafði mikinn áhuga á djassi, en lærði grafíska hönnun og vann við það þegar hann lét tilleiðast að ganga til liðs við Mick Jagger, Keith Richards, Bill Wyman, Ian „Stu“ Stewart og Brian Jones, sem auglýsti eftir tónlistarmönnum til þess að stofna Rollin' Stones eins og sveitin hét upphaflega þegar hún kom fyrst fram opinberlega hinn 12. júlí 1962. Nafninu var síðar breytt í núverandi horf og Andrew Loog Oldham, umboðsmaður þeirra og fyrrverandi starfsmaður The Beatles, ýtti Ian út úr sveitinni,“ sagði meðal annars í grein Ólafs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir