Lærði margt við krabbameinsgreininguna

Sofia Vergara greindist með krabbamein þegar hún var 28 ára.
Sofia Vergara greindist með krabbamein þegar hún var 28 ára. AFP

Leikkonan Sofia Vergara segir að hún hafi lært gríðarlega margt þegar hún greindist með krabbamein í skjaltkirtli 28 ára gömul. Þegar hún fann hnút á hálsinum ákvað hún að læra allt um skjaldkirtilinn og krabbamein í stað þess að týna sér í hræðslu og ótta. 

„Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um það,“ sagði leikkonan í viðtali í góðgerðarþætti á laugardag. 

Vergara bætti við að hún hafi verið mjög heppin að hafa tekið eftir hnútnum strax og að krabbameinið hafi fundist snemma. 

„Ég lærði mjög margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein heldur einnig að þegar það er krísa, þá erum við betri saman,“ sagði Vergara. Hún sigraði krabbameinið og er 49 ára í dag. Hún hefur ekki greinst aftur með krabbamein. 

Vergara hefur áður tjáð sig um krabbameinsgreininguna en í viðtali við Health árið 2011 sagðist hún hafa haldið krabbameinsgreiningunni leyndri þangað til baráttan var afstaðin. „Ég vildi ekki athygli. Að vera með krabbamein er ekki skemmtilegt. Þú vilt ekki þurfa að takast á við neitt annað á meðan þú ert að fara í gegnum meðferðirnar,“ sagði leikkonan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir