Sjálfsþekkingin er grunnurinn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sandra Björg Helga­dótt­ir er fjöl­hæf­ur þjálf­ari og jóga­kenn­ari en hún rek­ur æf­ingapró­gramið „Ab­solu­te Train­ing“. Í því er áhersla bæði lögð á lík­am­lega og and­lega þjálf­un. Sandra er gest­ur Dóru Júlíu í Dag­málaþætti dags­ins en hún legg­ur mikið upp úr and­legri þjálf­un þar sem eitt hið mik­il­væg­asta sé að læra inn á sjálf­an sig.

    „Fyr­ir mér er and­leg þjálf­un að læra að þekkja sjálf­an sig, vita hvað þig lang­ar og læra svo að fylgja því eft­ir. Það er í raun­inni þjálf­un­in sem við ger­um í Ab­solu­te Train­ing, frá ári til árs. Þetta er heils árs pró­gram og fylg­ir þér í raun­inni,“ seg­ir Sandra og bæt­ir við: „Ég mun stunda þetta alla ævi, af því að það eru æf­ing­ar þarna inni sem þú þarft að end­ur­skoða reglu­lega. Hvað lang­ar mig, hvað er ég ánægð með í líf­inu í dag, hvað gæti ég verið ánægðari með, er eitt­hvað sem mig lang­ar að breyta eða hafa öðru­vísi? Kannski er ég bara ótrú­lega ánægð með allt og lang­ar ekki að breyta neinu, það er bara geggjað líka.“

    Sam­kvæmt Söndru er sjálfs­skoðunin stöðug vinna sem get­ur haft virki­lega upp­byggi­leg áhrif. Í þessu, eins og svo mörgu öðru, er mik­il­vægt að fara ekki í sam­an­b­urð eða halda að aðrir séu al­gjör­lega með hlut­ina á hreinu.

    „Í grunn­inn finnst mér mik­il­væg­ast af öllu að þekkja sjálf­an sig. Og þegar ég segi að vita hvað þig lang­ar og þekkja sjálf­an sig og allt svona, þá er kannski ungt fólk sem að hugs­ar bara: Vá ég veit ekk­ert hvað mig lang­ar.“ Þau séu þó alls ekki ein á báti um það.

    „Ég vissi ekk­ert hvað mig langaði og veit það eig­in­lega ekki enn þá. En ég hef ein­hverj­ar hug­mynd­ir skil­urðu. Þannig að mér finnst rosa­lega mik­il­vægt líka að fólk átti sig á því þegar það hlust­ar á mig eða ein­hvern svona sem er með ein­hverja skýra stefnu eða mark­mið. Að halda ekki að ég sé bara með allt á hreinu og viti alltaf hvað mig lang­ar, það er svo langt frá því. En með því að gefa mér smá tíma í að svara ákveðnum spurn­ing­um um sjálfa mig, bara á blað, þá kemst ég kannski pínu­litlu skrefi nær því hvað mér finnst skemmti­legt og hvað mig dreym­ir um og þá get ég farið að taka þessi litlu skref í átt­ina að því.“

    Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að sjá hann og aðra Dag­málaþætti með vikupassa

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Ljón

    Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Sofie Sar­en­brant
    3
    Unni Lindell
    4
    Erla Sesselja Jens­dótt­ir
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Ljón

    Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Sofie Sar­en­brant
    3
    Unni Lindell
    4
    Erla Sesselja Jens­dótt­ir